Grande styrkir Planned Parenthood

Ariana Grande styður við rétt kvenna með því að styrkja …
Ariana Grande styður við rétt kvenna með því að styrkja Planned Parenthood. AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande lét allan ágóða af miðasölu fyrir tónleika sína í Atlanta í Georgíu renna til samtakanna Planned Parenthood. Samkvæmt TMZ var upphæðin 300 þúsund Bandaríkjadalir eða 37,5 milljónir íslenskra króna.

Tónleikarnir voru 8. júní, en hún gaf það ekki út fyrir tónleikana að hún ætlaði sér að styrkja Planned Parenthood.

Í Georgíu, ríkinu þar sem tónleikarnir voru haldnir, var nýlega lagt fram frumvarp um þungunarrof. Lög­gjöf­in kveður á um að banna skuli fóst­ur­eyðing­ar í þeim til­fell­um þar sem hjart­slátt­ur grein­ist en alla jafna grein­ist hann í sex vikna göml­um fóstr­um. Ef hún verður samþykkt yrðu þetta á meðal ströngustu laga um fóst­ur­eyðing­ar í gildi.

Frumvarpið er mjög umdeilt og hefur verið mótmælt af háværum röddum í heimi stjarnanna. Streymisveiturisinn Netflix hefur gefið út að hann sé mótfallinn löggjöfinni.

Planned Parenthood eru umdeild samtök í Bandaríkjunum. Samtökin halda úti heilsuverndarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem er hægt að fara í þungunarrof, fá getnaðarvarnir og ráðgjöf. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.