Samband ekki í kortunum fyrir Bradley og Gaga

Bradley Cooper og Lady Gaga.
Bradley Cooper og Lady Gaga. AFP

Ástarsamband leikarans Bradley Coopers og tónlistarkonunnar Lady Gaga er alls ekki í kortunum að sögn heimildarmans Us Weekly. „Kvikmyndin hafði djúpstæð áhrif á samband Bradley og Irinu. Jafnvel þó það væri ekkert rómantískt í gangi á milli Bradley og Gaga þá var erfitt fyrir Irinu að hundsa hávaðann frá fjölmiðlum,“ segir heimildarmaðurinn. 

Annar heimildarmaður Us Weekly segir að Gaga líði ekki vel vegna sögusagnanna um hana og Cooper og að hún ætli ekki að reyna við hann eftir sambandslitin. Cooper og Irina Shayk voru saman í 4 ár og eiga 2 ára dótturina Leu saman. Þau hættu saman fyrir tveimur vikum. Lady Gaga sleit trúlofun sinni og Christian Carino snemma á árinu. 

Cooper og Gaga eru góðir vinir eftir að hafa gert kvikmyndina A Star Is Born saman og tala saman reglulega að því er The Sun greinir frá. Það virðist þó svo að óskir aðdáenda kvikmyndarinnar verði ekki uppfylltar að svo stöddu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.