Trufluðu útsendingu á þætti Kimmel

Leikararnir Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio á frumsýningu …
Leikararnir Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio á frumsýningu kvikmyndarinnar Once Upon a Time in Hollywood. mbl.is/AFP

Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel átti erfitt með að fylgja handriti þáttarins Jimmy Kimmel Live í vikunni, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ABC, þegar stórstjörnurnar Margot Robbie, Brad Pitt og Leonardo DiCaprio gengu yfir sviðið á leið á frumsýningu kvikmyndarinnar Once Upon a Time in Hollywood. 

Um leið og Robbie gekk yfir sviðið stóðu áhorfendur upp og klöppuðu fyrir henni. „Afsakið, ég er bara að stytta mér leið.“

Kimmel var í annað skiptið stöðvaður með óvæntum fögnuðu áhorfenda þegar Pitt gengur þvert yfir sviðið á leið sinni á frumsýningu kvikmyndarinnar sem var í sömu götu, í kvikmyndahúsi beint á móti myndverinu þar sem þáttur Kimmel er tekinn upp í beinni dagskrá. 

Þegar DiCaprio gengur yfir sviðið stoppar Kimmel og spyr hann: „Ert þú líka bara að stytta þér leið?“

„Nei í raun og veru ekki, ég er að bjóða áhorfendum að koma á frumsýningu kvikmyndarinnar. Bara ef þeir hafa áhuga,“ segir leikarinn og fær góðar undirtektir. 

Það er áhugavert að sjá aðdáun almennings á frægum leikurum. Úr myndbroti þáttarins sem sýnt var m.a. á YouTube má sjá fögnuð áhorfenda sem kunnu vel að meta uppátækið sem þykir í anda leikstjórans Quentin Tarantino.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson