Man ekki eftir að hafa leikið í Malcom in the Middle

Eiginkona Muniz, Paige Prince, skrifar niður hvað hann gerir.
Eiginkona Muniz, Paige Prince, skrifar niður hvað hann gerir.

Barnastjarnan Frankie Muniz, sem fór með hlutverk Malcoms í þáttunum Malcom in the Middle man ekki eftir að hafa leikið í þáttunum. 

Muniz, sem sver fyrir það að hafa nokkurn tímann snert áfengi eða fíkniefni, segist glíma við óútskýrt minnisleysi. 

Hann fékk hlutverk í Malcom in the Middle þegar hann var 14 ára gamall og lék í þáttunum næstu sex árin. Í kjölfarið steig hann út úr sviðsljósinu og hefur lítið látið fyrir sér fara. Hans einu minningar af því að leika í þáttunum eru frá því að horfa á þættina. 

Hann man ekki heldur til þess að hafa farið í ferðalag til Ástralíu en hans eina staðfesting er mynd af honum í Sydney. Hann segir mömmu sína reglulega segja frá einhverjum fjölskylduviðburðum sem hann man ekki eftir að hafa verið í.

Minnisleysið hefur ekki verið kannað almennilega af læknum en Muniz hefur fengið 15 væg heilablóðföll og 9 sinnum fengið heilahristing. Hann segir að eiginkona hans, Paige Prince, skrifi niður fyrir hann hvað hann geri á degi hverjum því hann hræðist að vakna einn daginn og muna ekki neitt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.