Kolefnisspor Watson þrefalt stærra en meðaltalið

Emma Watson var í 10. sæti.
Emma Watson var í 10. sæti. AFP

Kolefnispor leikkonunnar Emmu Watson var þrefalt stærra en kolefnisspor meðalmanneskju árið 2017. Þetta kemur fram í rannsókn sænskra vísindamanna sem mældi kolefnisspor tíu stjarna árið 2017. 

Vísindamennirnir sóttu gögnin meðal annars af samfélagsmiðlum, reiknuðu út hversu langar vegalengdir stjörnurnar flugu og reiknuðu svo hversu stórt kolefnissporið væri. 

Watson fór í 14 flugferðir í áætlunarflugi árið 2017, var í 71 tíma í loftinu og spönnuðu flugin tæpa 68 þúsund kílómetra. Samkvæmt útreikningum vísindamannanna fóru því 15,1 tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Það er þrisvar sinnum stærra kolefnisspor en meðalmanneskjunnar. 

Watson var þó í 10. sæti af stjörnunum sem kannaðar voru, og kemur því best út af þeim.

Milljarðamæringurinn Bill Gates trónir á toppi lista sænsku vísindamannanna. Hann fór í 59 flugferðir árið 2017, ferðaðist allt í allt 342 þúsund kílómetra að mestu leyti á einkaþotunni sinni Bombardier BD-700. Sænsku vísindamönnunum reiknast til að kolefnisspor hans hafi verið 1.600 tonn af CO2.

Hér er listinn yfir þær stjörnur sem rannsóknin náði til. 

  1. Bill Gates – 1.629 tonn
  2. Paris Hilton - 1.261 tonn
  3. Jennifer Lopez – 1.051 tonn
  4. Oprah Winfrey – 615 tonn
  5. Mark Zuckerberg – 485 tonn
  6. Meg Whitman – 379 tonn
  7. Karl Lagerfeld – 105 tonn
  8. Felix von der Laden – 29 tonn
  9. Andre Schurrle – 18 tonn
  10. Emma Watson – 15 tonn
Bill Gates elskar einkaþotuna sína.
Bill Gates elskar einkaþotuna sína. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson