Haltu áfram á þinni braut

STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Steingeitin mín, haltu bara ótrauð áfram á þinni göngu því velgengnin er allt í kringum þig. Þú þolir ekki að þurfa að treysta á aðra og vilt svo sannarlega hafa fjárhagslegt afl og vald til þess að sjá um þá hluti sem þarf og þess vegna þarftu að nota og nýta þér hugrekki þitt og finna leið sem samt blasir við þér, til þess að afla og hækka peningaorkuna, sem er jú bara orka sem þú átt skilið.

Þú munt vakna einn morguninn og vita hvernig þú ferð að þessu og hittir einnig fólk sem mun koma með eins konar skilaboð til þín og þeir eru eins englar í dulargervi, svo taktu betur eftir þessum stundum dulbúnu merkjum. Þú ert að skapa þér mikinn og góðan frama með hverju skrefi sem þú tekur, ekki vera neitt hrædd við það þótt einhver sé að pota í þig með leiðindi og stjórnsemi gagnvart þér, reyndu bara að hugsa sem minnst um það og haltu áfram á þinni braut.

Margir eru að skipta um heimili eða skoða nýjar staðsetningar í lífi sínu og það er eins og þú hafir kraft til að gera margt og með kjarki þínum og dugnaði áttu eftir að hafa svo mikil áhrif á umhverfi þitt og aðra, því með orðum þínum og sjálfstæðum skoðunum heillarðu fólk með þér.

Þú skalt efla kraftinn sem tengir þig ástinni, eiga frumkvæði, taka áhættu og ef ástin er nú þegar í lífi þínu þarftu að gera meira en þú gerir nú þegar. Þú ert svo mikið mikilvægari en þú sérð sjálf og ert að fá persónulegan ávinning sem eflir karakter þinn og fær þig til að framkvæma, klára og sigra!

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.