Hætti með Depp vegna frægðar hans

Polina Glen hefur yfirgefið Johnny Depp.
Polina Glen hefur yfirgefið Johnny Depp. Skjáskot/Instagram

Rússneski dansarinn Polina Glen og leikarinn Johnny Depp eru sögð hafa slitið samvistir. Glen hætti með Depp vegna ofurfrægðar hans. 

Depp og Glen hafa verið í sambandi í um 6 mánuði og höfðu búið saman í Los Angeles í nokkra mánuði. Nú er Glen farin aftur til heimalandsins og samkvæmt vinkonum hennar er það vegna þess að hún hræddist ofurfrægð hans. 

Glen er 25 ára gömul en Depp er 56 ára gamall. Þau eru sögð hafa fyrst byrjað að stinga nefjum saman þegar hann var að jafna sig á skilnaði sínum við leikkonuna Amber Heard. 

Sögusagnir voru á kreiki um að Glen og Depp hygðust ganga í það heilaga eftir að hún flutti inn til hans í Los Angeles. Samkvæmt heimildarmönnum Daily Mail var Glen síður en svo á þeim buxunum að ganga í hjónaband með leikaranum 

„Polina þoldi ekki athyglina sem sambandið fékk og fannst það ógnvekjandi. Hún lætur nú lítið fyrir sér fara í Rússlandi og sagði Johnny að allar hugmyndir um hjónaband væru klikkaðar,“ sagði heimildarmaðurinn.

Hún er sögð hafa sagt vinkonum sínum að Depp vildi ólmur hitta foreldra hennar aðeins nokkrum vikum eftir að þau byrjuðu saman. Foreldrar Glen eru fjórum árum yngri en Depp. 

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.