Menning heim í stofu með Kúltúr klukkan 13

Gerðarsafn í Kópavogi.
Gerðarsafn í Kópavogi. Árni Sæberg

Kúltúr klukkan 13 hjá Menningarhúsunum í Kópavogi hófst með pompi og prakt síðastliðinn mánudag með tónleikum í Salnum og verður sá næsti klukkan 13 í dag, 25. mars, þegar Halla Oddný Magnúsdóttir og Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari labba um sýninguna Afrit í Gerðarsafni og spjalla um það sem þar er að finna. Landsmönnum gefst því tækifæri til að fá leiðsögn um sýningu Gerðarsafns heima í stofu.

Halla Oddný Magnúsdóttir og Einar Falur Ingólfsson.
Halla Oddný Magnúsdóttir og Einar Falur Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Á mánudaginn var Eagles tónleikum með þeim Jógvani, Matta Matt og Vigni Snæ streymt til landsmanna á heimasíðu og facebooksíðu Stundarinnar og eru viðbrögðin við þessari nýjung Menningarhúsanna í Kópavogi hreint út sagt ótrúleg en allt í allt hafa 26.000 manns horft á streymið.

Þar sem Menningarhúsin í Kópavogi eru öll lokuð fyrir gestum og öllum viðburðum verið frestað þá var ákveðið að finna nýja leið til að færa Kópavogsbúum og allri þjóðinni ólíka menningarviðburði heim í stofu. Kúltúr klukkan 13 verður alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og eru nú þegar 24 lista- og fræðifólk búið að staðfesta þátttöku sína í þessu skemmtilega verkefni.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson