Styðja við íslenskt tónlistarfólk á veirutímum

Jói Pé og Króli eru meðal gesta í Uppklapp - …
Jói Pé og Króli eru meðal gesta í Uppklapp - Ein heima á Nova TV. Eggert Jóhannesson

Símafyrirtækið Nova sendir nú frá sér daglega viðtöl við íslenskt tónlistarfólk auk þess sem tónlistarfólkið flytur nokkur lög að viðtali loknu. Myndböndin eru birt á Instagram síðu Nova en einnig á sjónvarpsrás þeirra, Uppklapp - ein heima á Nova Tv.

Vegna samkomubanns hefur verið erfitt fyrir tónlistarfólk að færa björg í bú og því ákvað Nova að styðja við tónlistarfólkið og bjóða þeim þennan vettvang til að afla sér tekna. Karen Ósk Gylfadóttir, markaðsstjóri Nova segir að fyrirtækið hafi alla tíð stutt við íslenska tónlist, enda sé stærsti skemmtistaður í heimi tómlegur án tónlistar. 

„Við höfum fengið frábærar móttökur frá listafólki. Við finnum fyrir miklu þakklæti og einnig miklum metnaði frá þeim sem taka þátt,“ segir Karen í samtali við mbl.is.

Með því að kaupa aðgang að Uppklapp rásinni geta allir stutt við bakið á tónlistarfólkinu sem tekur þátt. Öll sala af rásinni rennur beint til þeirra listamanna sem eiga efni þar inn á. 

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kynnti verkefnið inn. Á eftir honum hafa svo Jói Pé og Króli, Ingó, Helga og Ísold og Huginn leyft áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt. Framundan er fjölbreytt flóra tónlistarfólks, þar á meðal Svala Björgvins, Sprite Zero Klan, Daníel Ágúst, Cell 7, Ylja, og Herra Hnetusmjör. 

Aðspurð að því hvernig gangi að framleiða myndböndin með tilliti til samkomubanns og sóttvarna segir Karen að allt hafi gengið að óskum hingað til. 

„Við höfum auðvitað varann á og fylgjum öllum leiðbeiningum. Við mætum með hanska og spritt í heimsókn til listamannana sem hefur kannski ekki alveg verið venjan á setti hingað til. Við höfum auðvitað þurft að aðlaga okkur að aðstæðum, eins og allir. Cyber ætla til dæmis að koma fram hjá okkur en eru fastar í Berlín. Við látum það ekki stoppa okkur og verður þeirra efni með aðeins öðru sniði, tekið upp hjá þeim í Berlín. Við erum einnig alltaf undirbúin fyrir víðari skot vegna 2 metra reglunnar svo víðlinsan er ávallt með í för,“ segir Karen. 

 

 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson