Telja sig vera með veiruna en fá ekki sýnatöku

Bræður telja sig vera með veiruna.
Bræður telja sig vera með veiruna. Skjáskot/Instagram

Bræðurnir Justin og Christian Long telja að þeir séu báðir smitaðir af kórónuveirunni. Þeir hafa reynt að fá að fara í sýnatöku en hefur verið neitað vegna þess að þeir eru ekki í áhættuhópi.

Þeir bræður ræddu um einkenni sín í hlaðvarpsþætti Justin, Life Is Short with Justin Long í gær. Kærasta Christian, Maggie kom heim úr vinnuferð og veiktist stuttu seinna. Einkenni hennar voru svipuð og kórónuveirueinkennin, hiti, beinverkir og þurr hósti. 

„Hún er á tólfta degi núna og sem betur fer er hún búin að vera hitalaus síðustu 24 tímana og líður mun betur,“ sagði Christian. 

„Það skrítna við þetta er að daginn eftir að hún veiktist, fyrir tveimur vikum eða svon, fóru ég og Justin að finna vægt fyrir nákvæmlega sömu einkennum,“ sagði Christin. 

Justin segir að Christian og Maggie hafi bæði misst lyktar- og bragðskyn, en sumir sem veikst hafa af kórónuveirunni hafa einmitt greint frá þeim einkennum auk þessara hefðbundnu einkenna. 

„Það var það sem sannfærði mig um að ég væri smitaður. En því miður gátum við ekki farið í sýnatöku þar sem við erum ekki í áhættuhóp,“ sagði Christian. 

Justin, Christian og Maggie hafa öll haft hægt um sig síðustu daga og verið í einangrun. Bræðurnir hafa áhyggjur af foreldrum sínum sem eru á sjötugs og áttræðisaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson