Allt að sjóða upp úr hjá Kardashian og West

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Kim Kardashian og Kanye West eru sögð eiga í erfiðleikum eins og svo mörg önnur hjón sem hafa þurft að vera meira heima við vegna kórónuveirufaraldursins. Aðili náinn hjónunum segir í viðtali við The Sun að hjónin haldi sig hvort í sínu horninu í risastóru húsi sínu. 

Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn eiga fjögur börn en það elsta er fætt árið 2013. Börnin þarfnast mikillar athygli á meðan allir eru heima og er Kardashian sögð óánægð með hversu mikið lendir á henni. 

Hjónin eru sögð hafa rifist mikið eftir að kórónuveiran fór að hafa áhrif á líf fólks. 

„Kim er að verða brjáluð, hún er vön að vera á ferðinni. Hún er líka mikið ein með börnunum,“ sagði heimildarmaður. „Hún er pirruð út í Kanye og hann er ekki að leggja sitt af mörkum þegar kemur að fjölskyldunni. Þau hafa haldið sig hvort í sínum endanum á húsinu til að halda öllu góðu.“

Kardashian er meðal annars sögð vera ósátt við að eiginmaður hennar verji sínum tíma í að hanna strigaskó á meðan hún þarf að sinna börnunum. Að lokum fór West með börnin á búgarð fjölskyldunnar til þess að gefa konu sinni pásu. 

Hún hefur ekki farið leynt með það að henni finnist erfitt að kenna börnunum og skemmta þeim. „Ég er að fela mig í gestaherberginu af því að börnin mín vilja ekki gefa mér frið,“ sagði Kardashian eitt sinn á Instagram. 

Kim Kardashian og Kanye West.
Kim Kardashian og Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson