Mama June stórskuldug

Mama June er komin aftur til fjölskyldunnar en er stórskuldug.
Mama June er komin aftur til fjölskyldunnar en er stórskuldug. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Mama June er alls ekki í góðum málum þessa dagana. June er mætt aftur á skjáinn í þáttunum Mama June: Family Crisis og í þáttunum greina vinir hennar frá því að June sé stórskuldug. 

Big Mike, vinur June, sagði við systur hennar, Doe Doe, að June væri komin í klípu. „Ég frétti að hún skuldaði röngum aðilum ógeðslega mikla peninga. Í gamla daga var ég í slagtogi með röngu fólki. Þetta er í raun sama fólk og June og þau eru í slagtogi með. Ég þekki suma gaurana sem þau eru að rugla í og þeir munu ná þeim. Ég er að segja þér það, það er best að hún greiði skuldir sínar,“ sagði Big Mike

June og kærasti hennar Geno hafa búið á hótelum hér og þar í suðurríkjum Bandaríkjanna síðan síðastliðið haust. June hirti lítið um börn sín á þeim tíma en nú er hún snúin aftur til fjölskyldunnar og tekur þátt í raunveruleikaþáttunum. 

June og Geno virðast hins vegar hafa komið sér í ágæta klípu á þessum tíma sem þau flökkuðu á milli hótela. Þau bíða nú niðurstöðu í máli sínu, en þau voru handtekin og ákærð fyrir akstur undir áhrifum og vörslu fíkniefna í fyrra. 

Hún virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af skuldunum eða dómsmálinu því hún birti mynd af sér í gær á ströndinni í Flórídaríki, þar sem hún virðist taka þátt í jógatíma.

View this post on Instagram

Namaste 🧘‍♂️

A post shared by June Shannon (@mamajune) on May 19, 2020 at 9:24am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson