Dætur Loughlin miður sín yfir játningunni

Systurnar, Olivia Jade og Bella, ásamt móður sinni.
Systurnar, Olivia Jade og Bella, ásamt móður sinni. AFP

Olivia Jade og Bella, dætur leikkonunnar Lori Loughlin og Mossimo Giannulli eru miður sín yfir því að foreldrar þeirra hafi lýst sig seka í háskólasvindlmálinu svokallaða. 

Giannulli og Loughlin lýstu yfir sekt sinni í málinu í gær, en þau greiddu háa upphæð til að greiða leið dætra sinna að góðum háskóla. Loughlin þarf að sitja í fangelsi í tvo mánuði og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt. Auk þess þarf hún að inna af hendi eitt hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu.

Giannulli þarf að sitja í fangelsi í fimm mánuði, greiða 250 þúsund Bandaríkjadali í sekt og inna af hendi 250 tíma af samfélagsþjónustu. Dómari hefur þó ekki endanlega kvittað upp á dóminn enn þá.

„Olivia og Bella brotnuðu niður þegar Lori og Mossimo sögðu þeim að þau ætluðu að játa sekt sína. Stelpurnar hafa eytt miklum tíma heima hjá foreldrum sínum upp á síðkastið og eru þau orðin mjög náin,“ sagði heimildarmaður UsWeekly um málið. 

Systurnar, sem eru 21 og 20 ára, eru ánægðar að málinu sé loksins að ljúka en hræðast hins vegar fangelsisvist móður þeirra.

Lori Loughlin og Mossimo Giannulli játuðu sekt sína í gær.
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli játuðu sekt sína í gær. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öllum sviðum.