Bieber höfðar meiðyrðamál

Justin Bieber leitar réttar síns.
Justin Bieber leitar réttar síns. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur höfðað meiðyrðamál gegn tveimur samfélagsmiðlanotendum fyrir að saka hann um kynferðisofbeldi. Bieber segir ásakanirnar rangar og hluta af tilraun til að öðlast athygli og frægð. 

Bieber hefur höfðað mál gegn tveimur ónafngreindum konum, sem kalla sig Danielle og Kadi á samfélagsmiðlum, fyrir að dreifa lygum um sig. 

Konurnar sökuðu Bieber um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2014 og 2015.

Bieber hefur svarað ásökunum Danielle, sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á Four Season-hótelinu í Austin í Texas 9. mars 2014. Bieber birti myndir af kvittunum og tölvupóstum til þess að sanna að hann hefði ekki verið á hótelinu á umræddum tíma.

Kadi sakaði hann um að hafa brotið á sér á Langham-hótelinu í New York 5. maí 2015. Bieber svaraði einnig ásökunum hennar og sagðist ekki fræðilega hefðu getað verið þar. 

Samkvæmt gögnum í málinu, sem TMZ hefur undir höndum, telur Bieber að sama manneskjan standi á bak við hvorn tveggja samfélagsmiðlaaðganginn. Hann fer fram á 20 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hika við að segja fjölskyldumeðlimum að þú elskir þá. Reyndu að finna tíma til að vera með börnunum, þau eru besti félagsskapurinn.