Hætt saman í þriðja sinn

Ryan Seacrest og Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja …
Ryan Seacrest og Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja sinn. AFP

Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest og kærasta hans Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja skiptið á nokkrum árum. Að sögn talsmanns Seacrests skilja þau í góðu. 

„Ryan og Shayna ákváðu fyrir nokkru að ljúka rómantísku sambandi sínu. Þau eru enn góðir vinir og styðja við bakið hvort á öðru. Tími þeirra saman verður þeim alltaf minnisstæður,“ sagði talsmaðurinn.

Seacrest er nú í fríi í Mexíkó ásamt vinum sínum og samkvæmt heimildum People er hann kominn í samband við einhverja í þeim hópi. 

Seacrest og Taylor kynntust árið 2013. Þau hættu stuttlega saman árið 2014 en fundu ástina aftur. Þau fluttu inn saman í maí 2017 en í febrúar 2019 hættu þau aftur saman. Þau byrjuðu svo enn og aftur saman í september 2019. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.