Hætt saman í þriðja sinn

Ryan Seacrest og Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja …
Ryan Seacrest og Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja sinn. AFP

Fjölmiðlastjarnan Ryan Seacrest og kærasta hans Shayna Taylor eru hætt saman í þriðja skiptið á nokkrum árum. Að sögn talsmanns Seacrests skilja þau í góðu. 

„Ryan og Shayna ákváðu fyrir nokkru að ljúka rómantísku sambandi sínu. Þau eru enn góðir vinir og styðja við bakið hvort á öðru. Tími þeirra saman verður þeim alltaf minnisstæður,“ sagði talsmaðurinn.

Seacrest er nú í fríi í Mexíkó ásamt vinum sínum og samkvæmt heimildum People er hann kominn í samband við einhverja í þeim hópi. 

Seacrest og Taylor kynntust árið 2013. Þau hættu stuttlega saman árið 2014 en fundu ástina aftur. Þau fluttu inn saman í maí 2017 en í febrúar 2019 hættu þau aftur saman. Þau byrjuðu svo enn og aftur saman í september 2019. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.