Katrín klædd eins og tengdamóðir hennar

Flottar í bláu.
Flottar í bláu. Samsett mynd

Athygli vekur að Katrín hertogaynja af Cambridge og Kamilla hertogaynja af Cornwall klæddust keimlíkum kjólum í opinberum erindagjörðum með stuttu millibili. Báðar völdu þær að vera í dökkbláum millisíðum kjólum með fíngerðu hvítu mynstri og hvítum kraga. Almennt álit fjölmiðla þar ytra var að þær væru báðar smekklega til fara. 

Katrín klæddist sínum kjól er hún fagnaði 72 ára afmæli heilbrigðiskerfisins í Bretlandi, NHS, og heimsótti af því tilefni Queen Elizabeth-spítalann. Var blái litur kjólsins talinn vísa í einkennisliti NHS sem eru blár og hvítur. Kamilla heimsótti hins vegar slökkvistöð í Swindon og var í húðlituðum hælaskóm við kjólinn.

Kjóll Katrínar er eftir breska hönnuðinn Beulah og kostaði um 400 pund á Matchesfashion.com en er uppseldur um þessar mundir en kjólar Katrínar eiga það til að seljast upp um leið og myndir af henni birtast í þeim.

Kamilla hefur látið hafa eftir sér að hún hafi helst klæðst gallabuxum í samkomubanninu. 

Katrín hertogynja klæddist bláum kjól með hvítum kraga.
Katrín hertogynja klæddist bláum kjól með hvítum kraga. Skjáskot/Instagram
Kamilla hertogynja af Cornwall.
Kamilla hertogynja af Cornwall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson