Vill milljónir í skaðabætur frá Elton John

Renate Blauel fer fram á 519 milljónir króna í skaðabætur …
Renate Blauel fer fram á 519 milljónir króna í skaðabætur fyrir sjálfsævisögu og ævisögukvikmynd Elton John. AFP

Renate Blauel, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Sir Elton John hefur farið á fram á að John greiði henni 519 milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir að hafa brotið samning sem þau gerðu við skilnað sinn. 

Blauel, sem var gift Elton í fjögur ár, krefst skaðabótanna vegna sjálfsævisögu hans sem kom út á síðasta ári og ævisögumyndarinnar Rocketman sem einnig kom út á síðasta ári. 

Hún segir að í ævisögunni og kvikmyndinni hafi komið fram upplýsingar um hjónaband þeirra sem þau höfðu gert samning um að greina ekki frá opinberlega. 

Blauel segir að opinberun þessara upplýsinga hafi rifið upp gömul andleg sár.

Lögmenn Elton segja í svari sínu að samningurinn sé vissulega til, en bæði skrifuðu þau undir hann á sínum tíma. Þeir neita því hinsvegar hafa brotið hann eða valdið henni andlegum særindum.

Samkvæmt gögnum í málinu samþykkti Elton að fjarlægja nokkur ummæli úr sjálfsævisögu sinni fyrir útgáfu hennar á síðasta ári. Í bókinni minnist hann á Blauel á aðeins átta blaðsíðum. 

Hann lýsti henni á jákvæðan hátt í bókinni og sagði að hún væri góð manneskja og einhver sem hann gæti kennt um vandræði sín á nokkurn hátt.

Blauel heldur því fram að umfjöllun um hana og samband þeirra í bókinni gefi ekki rétta mynd af sambandi þeirra. Til dæmis segir Elton í bókinni að hann hafi ekki farið inn í hjónabandið með það í huga að stofna fjölskyldu. Blauel segir þau hinsvegar hafa reynt að eignast börn en ekki getað það. 

Blauel segir einnig að í kjölfar útgáfu bókarinnar hafi blaðamenn reynt að leita hana uppi í heimabæ hennar sem olli henni miklum kvíða. 

Frétt BBC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.