Depp heldur enn fram sakleysi sínu

Amber Heard og Johnny Depp á lokadegi réttarhaldanna í London …
Amber Heard og Johnny Depp á lokadegi réttarhaldanna í London í dag. AFP

Réttarhöldunum í máli leikarans Johnny Depp gegn News Group Newspapers (NGN), útgefanda breska blaðsins The Sun, lauk í dag, þriðjudag. Depp höfðaði mál gegn útgáfunni vegna greinar sem birtist í apríl 2018 þar sem hann er sagður hafa beitt eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard, ofbeldi. 

Réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjár vikur. Eftir lokaræður beggja hlutaðeigenda mun dómarinn, Andrew Nicol, taka sér nokkrar vikur til að fara yfir öll gögn í málinu og komast að niðurstöðu.

Í lokaræðu sinni í dómsal í dag sagði David Sherborne, lögmaður Depp, að The Sun hafi ekki rannsakað málið neitt áður en greinin birtist. Hann sagði fullyrðingar um að Depp hafi beitt hana heimilisofbeldi hafi verið settar fram eins og Depp væri dæmdur maður. Þar hafi The Sun sett sig í hlutverk bæði dómara og kviðdóms.

Lögmaður The Sun sagði í lokaræðu sinni fyrir dómara í gær að það væri enginn efi um að Depp hafi kerfisbundið beitt fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi.

Lögmaður Depp sagði að hann hefði aldrei farið í mál …
Lögmaður Depp sagði að hann hefði aldrei farið í mál gegn The Sun ef hann hefði ekki vitað að hann væri saklaus. AFP

Gagnrýnir rannsóknarblaðamennsku The Sun

Depp fór í mál gegn NGN og ritstjóra The Sun, Dan Wooton, vegna greinarinnar sem birtist á vef The Sun 27. apríl 2018. Fyrirsögnin á greininni var: „Gone Potty: How can JK Rowling be „genuinely happy“ casting wife beater Johnny Depp in the new Fantastic Beasts film?“ eða „Algjör skita: Hvernig getur JK Rowling verið „nokkuð ánægð“ með að heimilisofbeldismaðurinn Johnny Depp hafi fengið hlutverk í nýju Fantastic Beasts-kvikmyndinni?“

Sherborne sagði að greinin gæfi til kynna að Depp hafi gerst sekur um alvarlegt hemilsofbeldi og að til væru óyggjandi sönnunargögn í málinu. Hann sagði að fram kæmi í greininni að leikarinn gæti ekki unnið í kvikmyndaiðnaðinum og að hann hafi greitt Heard 5 milljónir punda í skaðabætur vegna ofbeldisins sem hann beitti hana. 

Hann sagði að umfjöllunin væri einhliða og drægi upp mynd af dæmdum ofbeldismanni þrátt fyrir að Depp hafi aldrei verið ákærður fyrir að beita Heard ofbeldi. 

Sherborne benti á að enginn blaðamaður frá The Sun, eða blaðamaður yfir höfuð, hafi borið vitni í málinu til að benda á sönnunargögn fyrir þeim ásökunum sem Depp var borinn í greininni. 

Amber Heard á lokadegi réttarhaldanna.
Amber Heard á lokadegi réttarhaldanna. AFP

Hann sagði að Depp vissi að ásakanirnar gegn honum væru ekki sannar sem og vinir hans og aðrir sem báru vitni í málinu. „Af hverju hefði Depp annars opinberað allar þessar nánu upplýsingar um sitt einkalíf?“ sagði Sherborne fyrir dómara í dag. 

Sem fyrr segir hafa réttarhöldin staðið yfir í þrjár vikur. Á þeim tíma hafa bæði Depp og Heard opinberað ýmislegt um hjónaband sitt og einkalíf. Depp hefur gengist við því að hafa verið háður bæði áfengi og fíkniefnum um langt skeið. 

Skaðinn nú þegar skeður

Margir lögspekingar segja að Depp muni eiga erfitt með að bæta orðspor sitt hér eftir, jafnvel þótt hann vinni málið gegn The Sun og að The Sun neyðist til að draga orð sín til baka. 

„Ég held að skaðinn sé skeður,“ sagði Mark Borkowski, almannatengill í London, í viðtali við AFP. Hann bætti við að jafnvel þótt hann muni vinna málið verði sigurinn dýrkeyptur. 

Líkurnar eru með Depp því ströng meiðyrðalöggjöf í Bretlandi setji alla sönnunarbyrði á fjölmiðilinn. 

„Ef The Sun vinnur mun Heard vera fagnað sem hugrakkri konu í baráttunni gegn heimilisofbeldi og #MeToo-baráttukonu,“ sagði lögfræðingurinn Emily Cox. „Ef The Sun tapar, gæti henni verið úthýst úr Hollywood og þessum hreyfingum.“

Umfjöllun BBC

Um 30 manns komu saman fyrir utan dómshúsið í London …
Um 30 manns komu saman fyrir utan dómshúsið í London í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson