Hamingjuóskum rignir yfir Meghan

Meghan á afmæli í dag.
Meghan á afmæli í dag. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex fagnar 39 ára afmæli sínu í dag í Kaliforníu ásamt Harry Bretaprins og syni þeirra Archie. Breska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg að óska Meghan til hamingju á samfélagsmiðlum. 

Meghan og Harry ákváðu að segja sig frá konunglegum skyldum í byrjun árs og flytja til Norður-Ameríku. Ný bók um Harry og Meghan kemur út á næstu dögum og er þar meðal annars fjallað um samskipti Harry og Meghan við Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju. 

Ef slæm samskipti eru vandi í bresku konungsfjölskyldunni reynir fjölskyldan að fela það á samfélagsmiðlum. Á opinberri Instagram-síðu bresku konungsfjölskyldunnar var Meghan óskað til hamingju með afmælið og birtist mynd af henni og Elísabetu Bretadrottningu. Hamingjuóskir birtust einnig á síðum Vilhjálms og Katrínar annars vegar og Karls Bretaprins og Camillu hins vegar. 

View this post on Instagram

Wishing a very happy birthday to The Duchess of Sussex today! 🎂🎈

A post shared by Duke and Duchess of Cambridge (@kensingtonroyal) on Aug 4, 2020 at 12:58am PDT

View this post on Instagram

Happy Birthday to The Duchess of Sussex! 🎈 📸 PA

A post shared by Clarence House (@clarencehouse) on Aug 4, 2020 at 12:59am PDT
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.