Íslandsvinur enn og aftur hættur með kærustunni

Leikarinn Gerard Butler er hættur með kærustu sinni.
Leikarinn Gerard Butler er hættur með kærustu sinni. AFP

Íslandsvinurinn og leikarinn Gerard Butler og kærasta hans Morgan Brown eru hætt saman. Parið var sundur og saman í tæp sjö ár. Þetta er langt því frá fyrsta skipti sem parið hættir saman. 

Brown, sem er hönnuður og í fasteignabransanum, sást fyrst með Butler á strönd í Kaliforníu í september árið 2014. Þau sáust saman í verslunarleiðangri í júlí á þessu ári að því er fram kemur á vef People

Parið var sundur og saman og hætti til að mynda saman árið 2016. Þau voru þó byrjuð aftur saman í júlí 2017. Í október 2017 sagðist Butler vera einhleypur. Ekki er vitað hvenær þau byrjuðu saman aftur en þau sáust aftur saman árið 2019. Butler fagnaði nýju ári árið 2019 á Íslandi eins og Smartland greindi frá. 

Nú er bara að sjá hvort parið byrjar saman aftur. Heimildarmaður Us Weekly segir Butler og Brown höndla sambandsslitin vel.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.