Ekki hættur að tala gegn þungunarrofi

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West gerði allt brjálað í sumar þegar hann talaði opinberlega um að hann og eiginkona hans, Kim Kardashian, hefðu íhugað þungunarrof þegar Kardashian varð ólétt í fyrsta sinn. Hann er ekki hættur að tala um reynslu sína og skoðun á þungunarrofi og opnaði sig í hlaðvarpsþætti Nicks Cannons í vikunni. 

West skammaðist sín ekki fyrir að gráta þegar hann deildi þungunarrofssögunum á framboðsfundi í Suður-Karólínu í júlí. Hann sagði tárin og sögurnar hafa hvatt fólk til að rjúfa ekki þungun. 

„Það fólk sem vill rífa mig í sig fyrir að gráta verður að átta sig á að vegna Suður-Karólínu er fólk sem hefur ákveðið að eiga barn af því það tengdi,“ sagði West. „Ef það er á báðum áttum með það. Það sá aldrei neinn í minni stöðu segja: „Sjáðu þessa. Þessi hérna er sjö ára og hún hefði ekki átt að geta verið hér.““

Í ræðunni í sumar greindi West einnig frá því að faðir hans hefði beðið móður hans að rjúfa þungunina þegar hún gekk með tónlistarmanninn.

„Svo þegar ég talaði við föður minn skipaði hann mér að biðjast afsökunar fyrir að tala um það opinberlega. Hann sagði einnig að þungunarrofsmenning kenndi fólki að barn væri ekki sál. Og það er það sem konan mín sagði: „Þetta er sál.“ Og það hræðilega er að hún var með töflurnar, þú veist þú tekur þessar töflur og næsta morgun er barnið þitt farið. Hún var með töflurnar í hendinni.“

Í hlaðvarpsþættinum kallaði West þungunarrof þjóðarmorð svartra. Hann sagði að góðgerðarstofnunin Planned Parenthood sem starfar á sviði getnaðarvarna og þungunarrofs sæi um að drepa svarta. Stofnandinn hefði verið með kynþáttafordóma. West hélt því einnig fram í hlaðvarpinu að komið væri í veg fyrir líf þúsund svartra einstaklinga á dag með þungunarrofi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson