Aukinn áhugi að utan

Hljómsveitin Suð var að senda frá sér smáskífu á ensku.
Hljómsveitin Suð var að senda frá sér smáskífu á ensku. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Suð gaf út í vikunni smáskífuna Shakin + Endless Summer. Lögin eru fyrstu lög sveitarinnar á ensku og eru meðal annars tilkomin vegna aukins áhuga að utan. Á nýju breiðskífunni, Vesen, sem kom út fyrr í sumar var eitt lag á ensku, Shakin, sem fékk óvænt talsverða athygli á streymisveitum.

Á smáskífunni er sem fyrr segir lagið Shakin ásamt nýju lagi sem einnig er á ensku, Endless Summer. Nýja lagið er pönkskotið indírokk að hætti Suðara. Hljómsveitin hefur hingað til einbeitt sér að lögum á íslensku en að sögn hljómsveitarinnar er ekki ólíklegt að eitt og eitt lag á ensku fái að læðast með. 

„Það var eiginlega óvart að Shakin endaði á plötunni með enskum texta en okkur þótti lagið einfaldlega hljóma betur með upprunalegum texta sem var saminn á ensku eins og svo oft þegar við semjum. Vanalega semjum við svo íslenska texta við öll lögin og það gengur oftast upp en ekki í þessu tilfelli; lagið gekk einfaldlega betur upp á ensku. Það kom svo skemmtilega á óvart þegar lagið fór að birtast á lagalistum hér og þar í sumar og Spotify setti það á helgarlagalista hjá sér. Við ákváðum því að svara kallinu og láta eitt nýtt óútgefið lag á ensku fylgja með smáskífunni til að gera hana aðeins bitastæðari. Hver veit, kannski verða þau fleiri ef okkur finnst það passa,“ segir Helgi Benediktsson, gítarleikari og söngvari sveitarinnar.

Suð stefnir á að fylgja plötunni Vesen eftir með tilheyrandi spilamennsku en takmarkanir vegna kórónuveirunnar settu tónleika í uppnám. Hljómsveitin vonast til þess að til betri tíðar horfi með lækkandi sól.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.