Tónleikum Víkings Heiðars frestað vegna hertra fjöldatakmarkana

Tónleikum Víkings Heiðars hefur verið frestað fram í mars 2021.
Tónleikum Víkings Heiðars hefur verið frestað fram í mars 2021. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Tónleikum einleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, sem fara áttu fram í Menningarhúsinu Hofi 25. október, verður frestað vegna hertra fjöldatakmarkana. Ný dagsetning tónleikanna er laugardagurinn 13. mars 2021. Miðaeigendur halda sínum sætum en þeim sem vilja fá endurgreitt er bent á að hafa samband við miðasöluna í Hofi. 

Víkingur, sem er á meðal eftirsóttustu einleikara sinnar kynslóðar, tók um helgina við þýsku tónlistarverðlaununum OPUS KLASSIK í Berlín fyrir píanópötu ársins, Debussy Rameau, og lék um leið í sjónvarpinu fyrir tæplega tvær milljónir áhorfenda.

Á tónleikunum mun hann flytja efnisskrá nýju einleiksplötu sinnar sem kom út hjá Deutsche Grammophon fyrr á þessu ári. Á fyrri hluta tónleikanna vefur hann saman hljómborðsverkum Claude Debussy og Jean-Philippe Rameau og flytur að lokum eitt helsta meistaraverk rússneskra tónbókmennta, Myndir á sýningu eftir Modest Músorgskíj, í mikilfenglegri umritun eftir Vladimir Horowitz. Tónleikarnir eru samstarf Menningarhússins Hofs og Listahátíðar í Reykjavík.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.