Fertugt naut í flagi

Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt …
Robert DeNiro í hlutverki Jake LaMotta eftir að hafa bætt einum 30 kg á sig fyrir kvikmyndina Raging Bull.

Raging Bull, kvikmynd Martins Scorseses um hnefaleikamanninn og skítseiðið Jake LaMotta, er orðin 40 ára og af því tilefni er hún tekin til kostanna í kvikmyndahlaðvarpinu BÍÓ. Eyja Orradóttir kvikmyndafræðingur er gestur þeirra Helga og Þórodds að þessu sinni en myndin var meðal „gauramynda“ í ritgerð sem hún skrifaði í kvikmyndafræði í Háskóla Íslands.

Er hennar einkum minnst fyrir magnaða frammistöðu Roberts DeNiros í hlutverki LaMotta, millivigtarhnefaleikamannsins sem var eins og naut í flagi, innan hrings sem utan.
DeNiro kom sér í gífurlega gott hnefaleikaform og fitaði sig svo um ein 30 kílógrömm til að geta leikið LaMotta eftir að boxaraferlinum lauk, akfeitan, einmana og drykkfelldan. 


Raging Bull var frumsýnd árið 1980 og segir sagan að Scorsese hafi verið tregur til að gera hana og hafnað því árum saman. Scorsese lét á endanum tilleiðast en þá hafði DeNiro gengið lengi á eftir honum að gera myndina og tókst að lokum að sannfæra leikstjórann um að þarna væri merkileg saga á ferðinni.

Raging Bull vakti líka mikla athygli á sínum tíma fyrir listilega myndatöku, lýsingu og klippingu. Handverkið er óaðfinnanlegt en grófkornótt, myndin var tekin upp í svarthvítu og fræg er táknræn upphafssenan þar sem DeNiro dansar í „slow motion“ um hnefaleikahringinn í sloppi og með hettu á höfði, andlitið hulið skugga og áhorfendur virða þokkafullt og hættulegt dýrið fyrir sér.  Raging Bull hefur enn þá, 40 árum eftir frumsýningu, bæði listræna vigt og frásagnarlegan slagkraft. Hlusta má á hlaðvarpið hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson