Fyrsti eiginmaður Spears í hringiðu mótmæla

Britney Spears og Jason Alexander voru gift í nokkrar klukkustundir …
Britney Spears og Jason Alexander voru gift í nokkrar klukkustundir árð 2004. Samsett mynd

Hinn bandaríski Jason Allen Alexander varð heimsfrægur árið 2004 þegar hann kvæntist æskuvinkonu sinni, söngkonunni Britney Spears, í Las Vegas. Nú er Alexander aftur kominn í kastljós fjölmiðla en hann sást taka þátt í mótmælunum í Washingtonborg í vikunni. 

Spears og Alexander voru aðeins gift í 55 klukkustundir þar til hjónaband þeirra var ógilt. 

Alexander birti sjálfu á facebook með Trump-húfu og hefur lýst yfir stuðningi sínum við forsetann. „DC. Milljónir mættu,“ skrifaði Alexander á facebook. Talning hans var kannski ekki alveg nákvæm en eitt er víst að talsverður fjöldi mætti til að taka þátt í mótmælunum. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.