Nýir þættir Rhimes slá í gegn

Bridgerton hafa slegið í gegn um víða veröld.
Bridgerton hafa slegið í gegn um víða veröld. Ljósmynd/Twitter/Netflix

Þáttunum Bridgerton hefur verið streymt á yfir 63 milljónum heimila frá því að þeir komu út á jóladag. Þetta er fimmti besti árangur netflix-seríu á streymisveitunni frá upphafi. Bridgerton komust á topp 10-lista á Netflix í 76 löndum í heiminum. Variety greinir frá.

Þættirnir eru þeir fyrstu sem höfundurinn Shonda Rhimes kemur að eftir að hún gerði samning við streymisveituna. Rhimes var áður með samning við ABC-sjónvarpsstöðina og framleiddi þættina Grey's Anatomy, Scandal og How To Get Away With Murder. 

Bridgerton-þættirnir hafa notið mikilla vinsælda um heim allan og fengið gríðarlega góðar umsagnir. Einkunn þáttanna á Rotten Tomatoes er til dæmis 92%, sem þykri ansi gott. 

Þættirnir eru byggðir á fyrstu bókinni úr bókaseríunni Bridgerton eftir bandaríska rithöfundinn Juliu Quinn. Ekki hefur verið gefið út hvort fleiri seríur verði gerðar upp úr bókaröðinni en alls eru níu bækur í henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson