Adele formlega skilin

Adele.
Adele. AFP

Tónlistarkonan Adele er formlega skilin við barnsföður sinn Simon Konecki. Adele og Konecki tilkynntu um skilnað sinn í apríl 2019. Dómari skrifaði undir skilnaðarsáttmála á fimmtudaginn að því er fram kemur á vef Us Weekly. 

Adele og Konecki komust að samkomulagi um skiptingu eigna í síðasta mánuði og var samkomulagið staðfest á dögunum. Skilnaðurinn fór fram á vinsamlegan hátt og þau Adele og Konecki sögð hafa sjálf miðlað málum í stað þess að fara í hart í dómsal. Hjónin fyrrverandi skrifuðu trúnaðarsamning í fyrra. 

Adele og Konecki byrjuðu saman árið 2011 og eignuðust barn ári seinna. Þau gengu í hjónaband í maí 2018 en hjónabandið entist ekki lengi. 

Adele sat við hlið eiginmanns síns Simon Konecki á Grammy-verðlaunahátíðinni …
Adele sat við hlið eiginmanns síns Simon Konecki á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2016. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.