Segir fjölmiðla líka hafa níðst á sér

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian segir að hún hafi líka upplifað að fjölmiðlar hafi níðst á sér á tímabili og gagnrýnt líkama hennar. Kardashian opnað sig um málið eftir að hafa horft á heimildamyndina um Britney Spears. 

„Ég er loksins búin að horfa á heimildamyndina um Britney Spears og ég fann fyrir mikilli samkennd með henni. Hvað fjölmiðlar léku stórt hlutverk í lífi hennar getur haft skaðleg áhrif og það getur brotið jafnvel sterkustu manneskjur. Sama hversu opinbert líf einhvers virðist vera, þá á enginn skilið að láta koma fram við sig af svona illsku og dómhörku til að skemmta öðrum,“ skrifaði Kardashian á Instagram á föstudaginn. 

Hún sagðist ekki geta annað en tengt harkalega við það sem Spears upplifði á sínum tíma. Sín fyrsta meðganga, með dótturina North, hefði sérstaklega verið slæm. 

„Ég var að glíma við mikla fyrirvaraverki og bólgnaði mikið vegna þeirra. Ég þyngdist um 27 kíló og fæddi barnið tæpum sex vikum fyrir tímann og ég grét alla daga yfir því sem líkami minn var að ganga í gegnum, aðallega vegna þess að ég var alltaf borin saman við það sem samfélagið hefur samþykkt að heilbrigð meðganga eigi að líta út. Líka vegna þess að mér var líkt við hvalinn Shamu í fjölmiðlum,“ skrifaði Kardashian. 

Hún segir að þegar hún hafi skoðað myndirnar og tímaritsgreinarnar um sjálfa sig hafi hún fundið fyrir miklu óöryggi og velt því fyrir sér hvort hún myndi endurheimta líkama sinn eftir fæðingu. „Sem betur fer gat ég tekið allar þessar tilfinningar og nýtt þær sem drifkraft til að komast á þann stað sem ég er í dag, en að segja að þetta hafi ekki tekið á mig andlega er lygi. Ég vona að allir sem koma að því að smána og leggja fólk í einelti íhugi alvarlega hvað þeir eru að gera og reyni frekar að sýna samhug og skilning,“ skrifaði Kardashian og bætti við að fólk gæti aldrei vitað hvað aðrir væru að ganga í gegnum.

Britney Spears var harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum á sínum tíma.
Britney Spears var harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum á sínum tíma. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.