Alltaf fundist hán utanveltu

Courtney Stodden skilgreinir ekki lengur kyn sitt.
Courtney Stodden skilgreinir ekki lengur kyn sitt. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Courtney Stodden hefur komið út úr skápnum sem kynsegin. Stodden kýs ekki lengur að skilgreina kyn sitt og notar nú fornafnið hán. Hán greindi frá þessu í langri færslu á Instagram í vikunni. 

„Ég skilgreini mig ekki sem hún. Mér hefur aldrei fundist ég passa inn neins staðar. Ég var lagt í hörmulegt einelti þegar ég var í skóla því ég var öðruvísi. Hinar stelpurnar skildu mig aldrei. Þetta varð svo slæmt að mamma mín tók mig úr skólanum. Samt fannst mér ég ekki passa neins staðar inn. Ég tengdi aldrei við neinn á mínum aldri,“ sagði Stodden í færslunni. 

Hán sagði að þegar hán liti í spegil sæti hán manneskju sem lifði eftir eigin reglum, fjarri öllum merkimiðum. „Ég hlakka til að sýna heiminum allar hliðarnar á því hver ég er í þessu ferðalagi inn í tónlistarheiminn,“ sagði Stodden en hán reynir nú fyrir sér í heimi sveitatónlistar í Bandaríkjunum. 

Stodden kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hán var 16 ára gamalt og giftist leikaranum Doug Hutchinson sem var 51 árs á þeim tíma. Samband þeirra var stormasamt og þau hættu saman mörgum sinnum. 

Stodden tilkynnti í mars á síðasta ári að þau hefðu endanlega slitið hjónabandi sínu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Samtal við ókunnuga mun leiða til góðs.