Í áfalli yfir að vera smitaður

Daði & Gagnamagnið á æfingu í vikunni.
Daði & Gagnamagnið á æfingu í vikunni. AFP

Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagsins, segist vera í áfalli yfir að hafa greinst með kórónuveiruna. Jóhann opnaði sig í story á Instagram hjá Gagnamagninu nú rétt í þessu. 

Þar segist Jóhann vera ofboðslega leiður yfir því að vera smitaður. Hann sé þó við góða heilsu og það hafi komið sér á óvart að hann hafi reynst smitaður. 

„Hæ. Þið hafið eflaust frétt það núna að einn meðlimur Gagnamagnsins greindist með Covid. Sá meðlimur er ég. Ég er í áfalli. Og almennt bara mjög leiður yfir öllu þessu. Ég er við góða heilsu, sem er gott,“ sagði Jóhann klökkur. 

„Þetta er erfitt því við lögðum svo mikið á okkur. Og þetta hefur tekið svo langan tíma. Við erum mjög stolt af upptökunni okkar. Hún gekk mjög vel og ég vona að við munum gera íslensku þjóðina stolta,“ sagði Jóhann.

Fréttin verður uppfærð

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.