Hjálmar Örn fjárfestir í blakliði

Hjálmar Örn Jóhannesson heldur úti hlaðvarpinu Hæ Hæ - Ævintýri …
Hjálmar Örn Jóhannesson heldur úti hlaðvarpinu Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars. Ljósmynd/Aðsend

Hjálmar Örn Jóhannsson, sem hingað til hefur aðallega verið þekktur fyrir grín og gleði, hefur fjárfest í strandblaksliði.

„Þessar stelpur eru geggjaðir afreksmenn sem stefna á Ólympíuleikana og til þess þurfa þær að taka þátt í alþjóðlegum mótum í allt sumar. Ég verð þeim til halds og trausts sem eigandi liðsins og helsta klappstýran,“ segir Hjálmar Örn. 

Þarna er hann að tala um strandblakslið sem samanstendur af landsliðskonunum Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, sem nýverið vann allt sem hægt er að vinna í sænska blakinu, og Thelmu Grétarsdóttir, sem þrátt fyrir ungan aldur er margreyndur atvinnumaður erlendis. Þær stelpurnar ætla að láta draumana rætast og stefna á þátttöku á Ólympíuleikunum en til þess þurfa þær að byrja að láta til sín taka á alþjóðlegum mótum í allt sumar.

Nóg komið af klósettpappírssölu

„Það er bara með öllu óþolandi að afreksíþróttamenn þurfi endalaust að standa sjálfir í fjáröflun og veseni til að komast að keppa við þá bestu. Þú átt ekki að þurfa að selja klósettpappír til fjölskyldu og vina sem dugar þeim til áratuga svo þú getir látið draumana rætast. Það er tími til kominn að fólkið og fyrirtækin í landinu standi almennilega við bakið á þessum flottu fyrirmyndum og afreksfólki. Þau eiga það skilið,“ segir hann. 

Myndi halda uppi góðri stemningu í ólympíuþorpinu

„Svo sé ég þetta líka auðvitað sem möguleika fyrir mig að taka þátt í Ólympíuleikum og ég efast ekki um að ég yrði geggjaður fánaberi fyrir Íslands hönd í París 2024. Færi vel á því að sköllóttur fyrrverandi varafyrirliði Gróttu 1997 sæi um það djobb. Ég held að ég myndi líka halda upp góðri stemningu á kvöldin í ólympíuþorpinu.“

Jóna og Thelma munu keppa á ítölsku strandblaksmótaröðinni í sumar og fara svo á þau alþjóðlegu mót sem standa til boða.

„Mér finnst þessi Ítalíutenging líka geggjuð því ég átti einu sinni ítalska kærustu sem hét Sabrina og ég hef lengi haft hug á að stækka minn fylgjendahóp á Ítalíu.“

Hægt er að fylgjast með liðinu á Instagram undir vigfusdottir_gretarsdottir og svo er hægt að fylgjast með Hjálmari á hjalmarorn110.

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Grétarsdóttir.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Grétarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson