Veggirnir heima þaktir eigin listaverkum

Vigdís Erla Guttormsdóttir hefur verið búsett í Berlín síðustu átta árin, lærði hreyfimyndahönnun þar og starfar nú sjálfstætt starfandi sem klippari og ljósmyndari.

Í mynd­skeiðinu má sjá brot úr viðtali við Vig­dísi í Dag­mál­um. Þætt­irn­ir í heild sinni eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Vigdís segir sköpunargleðina alltaf hafa fylgt sér og man eiginlega ekki eftir sér án hennar. Í æsku var hún alltaf að lita og gera eitthvað skapandi og á hún sterka minningu af því að hafa sett upp listasýningu sem barn á æskuheimili sínu. Þá var hún búin að fylla alla veggina heima með listaverkum eftir sig, bauð frændfólki, ömmum og öfum og var með listamannaleiðsögn þar sem hún sagði gestum frá öllum verkunum sínum.

View this post on Instagram

A post shared by vigdís erla (@vigerla)

Í gegnum tíðina hefur hún alltaf verið með myndavélina sína á sér að taka myndir og myndbönd af hinum ýmsu hlutum og einstaklingum. „Það hefur alltaf verið í mér að festa augnablik, alltaf verið mikilvægt fyrir mig að nota þessa vél til að búa eitthvað til,“ segir Vigdís. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson