Netflixstjarna heilluð af Íslandi

Tan og Rob France heimsóttu Ísland á dögunum.
Tan og Rob France heimsóttu Ísland á dögunum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan og fatahönnuðurinn Tan France og eiginmaður hans Rob fóru í frí til Íslands á dögunum. Hjónin eiga von á sínu fyrsta barni í sumar, en staðgöngumóðir gengur með barnið. Þeir voru því í sínu síðasta fríi áður en þeir eignast barn.

France sýndi örlítið frá Íslandsferðinni á Instagram í dag og þar sagði hann að Ísland hefði nú þegar farið fram úr væntingum þeirra. Mbl.is hefur heimildir fyrir því að France-hjónin hafi verið á landinu fyrr í vikunni, en til þeirra sást í Mosfellsbæ á mánudag.

Birti hann mynd af þeim hjónum um borð í vél Icelandair svo vel gæti verið að þeir séu farnir af landinu. 

France er hvað þekktastur fyrir að vera tískusérfræðingur í þáttunum Queer Eye á Netflix, stýra þáttunum Dressing Funny og vera einn af kynnum Next In Fashion.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.