Í hörkusleik og ekkert breyst

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. Skjáskot/Instagram

Stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck fær ekki nóg af hvort öðru. Um helgina voru þau stödd á ferðamannastaðnum St. Tropez í Frakklandi þar sem Lopez hélt upp á 52 ára afmælið sitt. Lopez birti myndir frá ferðinni á Instagram, meðal annars af henni að kyssa nýja kærastann. 

„Þau eru að njóta í góðri ferð,“ sagði heimildarmaður People. Hann sagði parið hafa haldið upp á afmæli Lopez á skemmtistað. „Hún var gullfalleg og mjög hamingjusöm.“

Ben Affleck og Jennifer Lopez árið 2002 í myndbandinu Jenny …
Ben Affleck og Jennifer Lopez árið 2002 í myndbandinu Jenny from the Block. Skjáskot/Youtube

Lopez og Affleck dvöldu á snekkju um helgina. Auk þess að birta myndir á Instagram birtu erlendir slúðurmiðlar myndir af parinu. Myndirnar þykja minna á myndir sem sáust í myndbandinu Jenny from the Block sem kom út árið 2002 sem teknar voru á snekkju. Þá var parið einnig saman en þau tóku upp þráðinn aftur fyrr á þessu ári eftir margra ára aðskilnað. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

 Hér fyrir neðan má sjá myndbandið Jenny from the Block sem Ben Affleck lék í. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.