Greinir frá kynferðislegri misnotkun í nýrri bók

Sophie Ellis-Bextor.
Sophie Ellis-Bextor. OLIVIA HARRIS

Breska söngkonan Sophie Ellis-Bextor greinir frá nauðgun sem hún varð fyrir af hálfu eldri tónlistarmanns þegar hún var aðeins 17 ára gömul í nýrri sjálfsævisögu sem kemur út á næstunni. 

Í bókinni, sem ber titilinn Spinning Plates og kemur út 7. október næstkomandi, lýsir Ellis-Bextor því hvernig tónlistarmaðurinn misnotaði hana. 

„Ég heyrði sjálfa mig segja „nei“ og „ég vil þetta ekki“, en það breytti engu,“ skrifaði hún í bókinni. Tónlistarmaðurinn var gítarleikari og 12 árum eldri en hún, eða 29 ára. 

„Hann stundaði kynlíf með mér og ég skammaðist mín svo. Þannig missti ég meydóminn og fannst ég vera heimsk. Mér fannst ég vera skítug, en ég vissi samt ekki hvernig mér átti að líða og gat ekki borið þetta atvik saman við neitt,“ skrifar Ellis-Bextor. 

Hún segist hafa hitt manninn á tónleikum þegar hún var að læra fyrir tónlistarpróf. Hann bauð henni heim til sín að skoða námsbækur og „fyrirvaralaust lágum við á rúminu hans og hann tók mig úr nærbuxunum“.

Söngkonan, sem nú er 42 ára, segist ekki hafa vitað hvernig hún átti að bregðast við. Viðhorf fólks til nauðgana á tíunda áratug hafi verið það að ekki var litið á það sem nauðgun þótt samþykki hafi ekki verið fyrir hendi. Þá hafi nauðganir frekar verið skilgreindar út frá hörku og ákveðni. 

„Mér var ekki haldið fastri og það var ekki öskrað á mig til að láta mig hlýða. Ég taldi mig ekki vera með mál í höndunum út frá því sem ég sá og las og hvernig talað var um kynlíf á þessum tíma,“ skrifaði söngkonan. 

Ellis-Bextor ákvað að skrifa um reynslu sína til að hjálpa fólki að skilja hvar línan á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt er. „Mín upplifun var ekki ofbeldisfull. Það sem gerðist var að það var ekki hlustað á mig. Af þeim tveimur manneskjum sem þarna voru sagði aðeins önnur já, hin sagði nei, en já-manneskjan hélt áfram,“ skrifaði Ellis-Bextor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson