Brynjar Níelsson byrjaður aftur í ræktinni

Páll Magnússon, Brynjar Níelsson og Tómas A. Tómasson í ræktinni …
Páll Magnússon, Brynjar Níelsson og Tómas A. Tómasson í ræktinni í gær. Skjáskot/Instagram

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skellti sér í ræktina eftir margra ára hlé. Í ræktinni hitti hann fyrir Pál Magnússon, einnig fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Tómas A. Tómasson, nýkjörinn þingmann Flokks fólksins. 

Brynjar skrifaði um lífsreynsluna í færslu á Facebook og segir að til að byrja með hafi honum liðið eins og honum hefði verið troðið inn í fegurðarsamkeppni óboðinn. 

„Þegar ég hitti síðan Pál Magnússon og Tomma á Búllunni sá ég strax að þetta gat ekki verið slík keppni,“ skrifar Brynjar. 

Brynjar, sem iðulega hefur mikinn húmor fyrir sjálfum sér, lýsir því hvernig hann hafi byrjað á hlaupabrettinu og dottið þar strax á hausinn. Hann virðist þó hafa lært sína lexíu og bætti við að það borgaði sig ekki að glápa á aðra þegar maður er á hlaupabretti. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjar „flýgur á hausinn“ í haust en hann kútveltist einmitt af rafskútu um miðjan september, þegar hann var á leið heim úr gleðskap í Valhöll. 

„Síðan fór ég í tæki til að styrkja vöðva hér og þar. Þurfti iðulega að létta lóðin umtalsvert frá fyrri notanda, jafnvel þótt það væru börn eða gamlar konur. Það kom að því að Ívar Guðmundsson, hinn snjalli einkaþjálfari og útvarpsmaður, vatt sér að mér og sagði að menn eins og ég byrjuðu gjarnan á Grensásdeildinni í nokkurra mánuða þjálfun áður en þeir kæmu hingað,“ skrifar Brynjar að lokum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umræðuefnið sem þú bryddar upp á í vinnunni á eftir að hafa mikil áhrif á vinnuandann. Þú ert full/ur af hugmyndum og veist hreinlega ekki hvernig þú átt að koma þeim frá þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umræðuefnið sem þú bryddar upp á í vinnunni á eftir að hafa mikil áhrif á vinnuandann. Þú ert full/ur af hugmyndum og veist hreinlega ekki hvernig þú átt að koma þeim frá þér.