Mun ekki sinna störfum ein hér eftir

Konungsfjölskyldan mun hér eftir tryggja að Elísabet II Bretlandsdrottning sinni …
Konungsfjölskyldan mun hér eftir tryggja að Elísabet II Bretlandsdrottning sinni ekki neinum störfum einsömul. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning mun hér eftir ekki sinna störfum á vegum krúnunnar einsömul. Drottningin dvaldi eina nótt á sjúkrahúsi í síðustu viku samkvæmt ráðleggingum lækna sinna. 

Það er The Telegraph sem greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni að aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar muni hér eftir fylgja drottningunni á alla viðburði. Þá verða öll störf skipulögð þannig að aðrir meðlimir geti hlaupið í skarðið ef ske kynni að hin 95 ára drottning þyrfti að hvíla sig. 

Breska konungshöllin hefur lítið gefið upp um heilsu drottningarinnar undanfarnar vikur. Hún sneri aftur til starfa á föstudag og hefur unnið smávægilega vinnu heima í Windsor-kastala. Hennar hátign mætti ekki til guðsþjónustu á sunnudag, en hún fer reglulega í kirkju á sunnudögum. 

Drottningin sinnir störfum sínum í gegnum fjarfundabúnað núna, þar sem …
Drottningin sinnir störfum sínum í gegnum fjarfundabúnað núna, þar sem hún dvelur heima í Windsor kastala á meðan gestir hennar koma í Buckingham höll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes