Leynilöggan talsett á japönsku

Leynilögga ferðast um allan heim.
Leynilögga ferðast um allan heim. Ljósmynd/Lilja Jóns

Kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilöggu, heldur áfram ferðalagi sínu um heiminn. Nýlega kom út plakat fyrir kvikmyndina í Japan en myndin verður talsett þar í landi. Þar ber hún titilinn 2 Bad Cops. 

Um 40 þúsund hafa séð kvikmyndina frá frumsýningu. Í næstu viku verður hún svo frumsýnd í Taívan. Í Þýskalandi verður hún sýnd næsta sumar og verður hún einnig talsett þar í landi. 

Leynilögga er frumraun Hannesar en með aðalhlutverk fara Auðunn Blöndal og Egill Einarsson. 

Plakatið fyrir Leynilöggu, 2 Bad Cops, í Japan.
Plakatið fyrir Leynilöggu, 2 Bad Cops, í Japan.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.