Andlát foreldranna enn óraunverulegt

Alicia Witt ásamt foreldrum sínum Diane og Robert.
Alicia Witt ásamt foreldrum sínum Diane og Robert. Skjáskot/Instagram

Mánuður er liðinn síðan foreldrar leikkonunnar Aliciu Witt fundust látnir á heimili sínu í Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum. Leikkonan segir andlát þeirra enn óraunverulegt fyrir henni. 

„Það er mánuður síðan ég varð hrædd, þegar ég hafði ekki heyrt frá þeim, og hringdi og bað um að láta athuga með þau. Ég beið við símann og bað til Guðs að næsta símtal yrði frá þeim, reið yfir að ég hafi látið ahuga með þau. Um leið og ég heyrði rödd rannsóknarlögreglunnar í símanum vissi ég að þau væru farin. Ég myndi aldrei heyra raddir þeirra aftur,“ skrifar Witt í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún minnist foreldra sinna. 

Foreldrar hennar Robert og Diane Witt voru á áttræðis og sjötugsaldri. Ekki hefur verið greint frá dánarosök þeirra en andlátin báru brátt að. 

Leikkonan gat ferðast til Massachusetts til þess að fylgja þeim til sinnar hinstu hvílu. 

Í færslunni segir hún að síðustu orð hennar við foreldra sína hafi verið að þau elskuðu hvort annað og er því þakklát. „Það var einfalt, aldrei efi. Þau elskuðu mig mikið. Ég elskaði þau svo mikið,“ sagði Witt. 

Hún lýsir því hversu erfið foreldrar hennar hafi verið henni síðustu árin í lífi þeirra. Hún hafi ekki mátt hjálpa þeim, dvelja hjá þeim eða hjálpa þeim að flytja í hentugra húsnæði. „Ég þrábað þau, ég grátbað þau, reyndi að tala um fyrir þeim, reyndi að sannfæra þau um að leyfa mér að hjálpa þeim að flytja. En í hvert einasta skipti urðu þau reið við mig og sögðu mér að það væri ekki mit hlutverk að segja þeim hvernig þau ættu að lifa sínu,“ sagði leikkonan. 

View this post on Instagram

A post shared by Alicia Witt (@aliciawitty)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.