Leikstjóri Ghostbusters er látinn

Ivan Reitman árið 2017.
Ivan Reitman árið 2017. AFP

Ivan Reitman, sem leikstýrði gamanmyndinni Ghostbusters og var framleiðandi Animal House, er látinn, 75 ára gamall. 

Forstjóri Sony Pictures, Tom Rothman, minntist Reitmans á Twitter og sagði hann hafa verið óaðskiljanlegan hluta af arfleið kvikmyndaversins. Fyrst og fremst hafi hann þó verið góður vinur.

„Mikill hæfileikamaður og enn betri maður; hans verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur okkar.“

Margir aðdáendur Ghostsbursters, sem kom út árið 1984 og er ein vinsælasta gamanmynd allra tíma, hafa einnig minnst Reitmans á samfélagsmiðlum.

„Ég er verulega sorgmæddur vegna fráfalls Ivans Reitmans. Frábær náungi og kvikmyndagerðarmaður sem ég naut þeirra forréttinda að fá að þekkja og vinna með,“ sagði leikarinn Ernie Hudson, sem lék Winston Zeddemore í fyrstu og annarri Ghostbusters-myndinni og einnig í nýrri Ghostbusters-mynd sem kom út 2016.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir