Fékk ekki að vera með í Top Gun 2

Kelly McGillis og Tom Cruise léku kærustupar í fyrstu Top …
Kelly McGillis og Tom Cruise léku kærustupar í fyrstu Top Gun myndinni. Skjáskot

Kelly McGillis sem lék á móti Tom Cruise í fyrstu Top Gun myndinni segir að ekki hafi verið leitað til hennar við gerð framhaldsmyndarinnar. Hún segir að hún fái ekki lengur hlutverk þar sem hún sé bæði gömul og feit en McGillis er 64 ára. Þetta kemur fram í umfjöllun The Sun.

Vill ekki breyta sér

McGillis neitar að breyta sér til þess að fá bitastæð hlutverk. Hún hafnar öllum lýtaaðgerðum og neitar að lita gráu hárin. 

„Lengi vel reyndi ég að vera eitthvað sem ég var ekki. Ég verð að viðurkenna að það eyðilagði líf mitt á margan hátt. Ég er gömul og feit. Ég lít út fyrir að vera eins gömul og ég er en bransinn fagnar því ekki. Ég vil frekar líða vel í eigin skinni en að eltast við önnur gildi.“

Vildi nýtt fólk í Top Gun: Maverick

Joseph Kosinski, leikstjóri Top Gun: Maverick, segir ástæðu þess að McGillis sé ekki í framhaldsmyndinni vera að hann vildi nútímavæða söguþráðinn með nýjum persónum. McGillis kveðst sátt við það.

Erfitt líf að baki

Líf McGillis hefur verið þyrnum stráð. Hún á tvo skilnaði að baki en kom formlega út úr skápnum árið 2010. Þá hefur hún margsinnis verið þolandi kynferðisofbeldis. Fyrst þegar hún var tólf ára og setti það varanlegt mark á líf sitt. Hún hóf að deyfa sig með áfengi. Þegar hún var 24 ára var henni nauðgað af nokkrum körlum og var hún þá viss um að Guð væri að refsa sér fyrir samkynhneigðina. Árið 1982 flutti hún inn með kærustunni sinni en þá brutust tveir menn inn til þeirra og nauðguðu þeim til skiptis. Þá var hún viss um að hún myndi deyja.

Eftir þetta sneri hún baki við konum og Hollywood og giftist karli og eignaðist tvö börn. Þau skildu árið 2002. Þá var áfengisfíknin orðin sligandi og hún skráði sig í meðferð. Í kjölfarið hitti hún núverandi eiginkonu sína sem hvatti hana til þess að horfast í augu við eigin kynhneigð.

Síðan þá hefur hún opnað sig um öll þessi áföll. „Ég er nú með ýmis einkenni áfallastreituröskunar og reyni að tosa mig upp úr svartnætti þunglyndis og örvæntingar.“

Kelly McGillis giftist og eignaðist tvö börn áður en hún …
Kelly McGillis giftist og eignaðist tvö börn áður en hún svo loks gekkst við kynhneigð sinni. Skjáskot
McGillis vill ekki breyta sér til þess að þóknast útlistkröfum …
McGillis vill ekki breyta sér til þess að þóknast útlistkröfum Hollywood. Hún hefur mátt þola ýmislegt í gegnum tíðina og er hætt að breyta sér til að þóknast öðrum. Skjáskot
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.