Á spítala vegna andlegra veikinda

Leikkonan Ruby Barker liggur inni á spítala vegna andlegra veikinda.
Leikkonan Ruby Barker liggur inni á spítala vegna andlegra veikinda. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Ruby Barker, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Bridgerton á Netflix, segist vera ævinlega þakklát höfundinum Shondu Rhimes fyrir að bjarga henni. Barker liggur nú inni á spítala vegna andlegra veikinda og opnaði sig í löngu myndbandi á Instagram. 

„Ég er búin að vera virkilega veik í langan tíma. Mig langar að vera heiðarleg við alla. Ég hef átt erfitt,“ sagði Barker. 

Hún sagðist sjá fyrir endann á spítalaverunni og að vonandi gæti hún haldið lífi sínu áfram fljótlega. Þá sagðist hún vera komin með greiningu á vandamálum sínum en að hún myndi tjá sig um hana seinna.

Í Bridgerton fór hún með hlutverk Marinu Thompson. 

Barker ákvað að opna sig um veikindi sín vegna viku um andlega heilsu sem nú stendur yfir í BRetlandi. 

„Ég ætla að taka mér smá frí, fyrir sjálfa mig, og hvet aðra til að gera hið sama ef þið eigið erfitt. Gerið það fyrir sjálf ykkur og takið ykkur pásu,“ sagði Barker.

View this post on Instagram

A post shared by Ruby Barker (@rubybarker)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson