Tónleikar með Björk á næsta ári?

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Viðar Logi

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins stefna að því að halda tónleika á Íslandi á næsta ári. 

Von er á nýrri plötu frá Björk sem ber heitið Fossora en síðasta plata hennar Utopia kom út árið 2017. Í millitíðinni fór Björk í tónleikaferðalag undir heitinu Cornucopia en sýninguna kallar hún stafrænt leikhús. 

Björk Guðmundsdóttir sendir frá sér tíundu sólóplötuna á næstunni.
Björk Guðmundsdóttir sendir frá sér tíundu sólóplötuna á næstunni. Ljósmynd/Viðar Logi

„Við höfum reynt mikið að fá Cornucopiu til Íslands en það er mjög erfitt að fjármagna. Það var búið að aðlaga sýninguna að Listahátíð í Reykjavík en þá kom kórónuveiran. Við höfum gert alls konar tilraunir en því miður hefur það ekki gengið. Kannski var það bara ágætt því nú get ég sett Fossoru inn í sýninguna og þá getur fólk bæði séð flauturnar og klarinettin. Eins og staðan er núna þá stefnum við að því að koma fram á Íslandi árið 2023,“ segir Björk. 

Ítarlegt viðtal við Björk er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson