Brókarlaus í opnum kjól

Hjónin Offset og Cardi B.
Hjónin Offset og Cardi B. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Cardi B þurfti ekki að hafa áhyggjur af því hvort hreinar brækur væru til á heimilinu þegar hún smellti sér í svartan kjól sem var opinn í bakið á dögunum. Hún sleppti einfaldlega brókinni og leyfði húðflúrinu á bakinu, mjöðminni og rassinum að njóta sín. 

Hin nýlega sakfellda tónlistarkona birti nokkrar myndir af sér á Instagram í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, rapparanum og Íslandsvininum Offset. Undir myndina vísaði hún mögulega í dóm sem nýlega féll, þar sem hún viðurkenndi að hafa skipulagt og tekið þátt í líkamsárás á nektarstað. 

Í texta myndarinnar sagðist hún enn slást fyrir vinkonur sínar og einnig enn slást yfir karlmönnum, svo orð hennar séu lauslega þýdd. 

Cardi B var ákærð fyrir að hafa skipulagt líkamsárás gegn tveimur starfsmönnum nektarstaðarins Angels Strip Club í New York árið 2018. Sagði ákæruvaldið hana hafa skipulagt árásina vegna þess að önnur þeirra var sögð hafa sofið hjá eiginmanni hennar.

Neitaði tónlistarkonan upphaflega ásökununum, en hinn 15. september játaði hún fyrir dómi að hafa skipulagt og tekið þátt í árásinni. Var hún dæmd til að inna af hendi 15 daga af samfélagsvinnu og slapp við fangelsisdóm. 

View this post on Instagram

A post shared by Cardi B (@iamcardib)

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.