Gerir heimildarmynd um geðlækninn sinn

Jonah Hill.
Jonah Hill. AFP

Bandaríski leikarinn Jonah Hill segir geðheilsu sína og lífið sjálft hafa orðið margfalt betra eftir meðferð sína hjá geðlækninum Phil Stutz. Hill tjáir sig um meðferðina í væntanlegri heimildarmynd sinni sem ber nafnið Stutz, en hún er væntanleg á streymisveituna Netflix hinn 14. nóvember næstkomandi. 

Á mánudaginn gaf Hill út stiklu úr myndinni, en þar gefur hann innsýn í meðferð sína hjá geðlækninum sem hann segir hafa breytt lífi sínu til hins betra. Hill vonar að myndin varpi ljósi á hin ýmsu verkfæri sem geta hjálpað þeim sem glíma við geðheilsu sína. 

Leyfir sér að vera berskjaldaður

„Ég ætla alveg að viðurkenna hversu skrítið þetta er - sjúklingur að gera kvikmynd um meðferðaraðila sinn,“ segir Hill í stiklunni. „En líf mitt hefur breyst ólýsanlega eftir að hafa unnið með þér. Ef það virkaði fyrir mig mun það kannski virka fyrir annað fólk,“ bætti hann við. 

Að undanförnu hefur leikarinn talað opinskátt um baráttu sína við kvíða. Í stiklunni segist hann hafa tekið ákvörðun um að leyfa sér að vera berskjaldaður í von um að fá aðra til að gera slíkt hið sama og vinna í vandamálum sínum. 

„Þú getur ekki haldið áfram án þess að vera berskjaldaður,“ segir Stutz við leikarann. „Berskjöldun er tenging við umheiminn. Þú gefur heiminum merki: „Ég þarfnast þín vegna þess að ég get ekki gert þetta sjálfur“,“ bætti hann við. 

Tilgangurinn að gefa fólki verkfæri

Leikarinn segir tilganginn með gerð kvikmyndarinnar vera að gefa verkfæri sem hann hefur öðlast í meðferð sinni til breiðs markhóps í gegnum skemmtilega kvikmynd. 

„Á ferðalagi mínu og sjálfsuppgötvun innan myndarinnar hef ég komist að því að ég hef eytt næstum því 20 árum í að upplifa kvíðaköst, sem versna þegar ég kem fram í fjölmiðlum eða á opinberum viðburðum,“ sagði Hill í samtali við Rolling Stone í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes