Harry og Meghan gera allt brjálað

Breskir miðlar hafa ekki sparað stóru orðin í morgun.
Breskir miðlar hafa ekki sparað stóru orðin í morgun. Samsett mynd

Heimildarþættir um Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan hertogaynju af Sussex er stærsta fréttin í breskum fjölmiðlum í dag. Fyrsti hluti þáttaraðarinnar, þrír klukkustundarlangir þættir, kom út á Netflix nú í morgun og hafa hrundið af stað jarðskjálfta í landinu.

Stiklur fyrir þættina voru harðlega gagnrýndar fyrir villandi notkun á myndefni, þar sem myndir frá atburðum sem ekki tengjast konungsfjölskyldunni voru notaðar. 

Í upphafi þáttanna segja þau Harry og Meghan frá því hvernig þau kynntust og frá fyrsta stefnumótinu sínu. Leiðarstef þáttanna er að þau hafi aldrei fengið að segja sögu sína sjálf, konungsfjölskyldan hafi alltaf stjórnað hvernig sagan væri sögð. Þá sýna þau einnig frá deginum í mars 2020 þegar þau luku störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna.

Segir Harry meðal annars að hann líti á það sem hlutverk sitt að upplýsa um mútur fjölmiðla. Harry og Meghan framleiða þættina ásamt Netflix og er hluti af myndefninu tekin upp af þeim sjálfum á síma.

Í fyrsta þætti er fjallað um æsku Harrys. „Það var sjaldgæft að við gætum farið í frí án þess að maður með myndavél var komin á bak við runna eða eitthvað,“ segir Harry. Hann segir alla athyglina frá fjölmiðlum í æsku hafa verið mjög óþægilega. 

Þættirnir komu út í morgun.
Þættirnir komu út í morgun. AFP

Konungur muni svara

Í bresku miðlunum er sagt að búist sé við því að Karl III. Bretakonungur, faðir Harrys, og eiginkona hans Kamilla drottning muni gefa út tilkynningu á næstu dögum ef þeim finnst ekki rétt farið með staðreyndir í þáttunum. Talið er ólíklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales muni horfa á þættina eða bregðast við þeim. 

Þættirnir hafa strax hlotið mikla gagnrýni í breskum fjölmiðlum. Telegraph birti í gær skoðanagrein frá blaðamanninum Allison Pearson þar sem hún segir að Díana prinsessa, móðir Harrys og Vilhjálms, hefði ekki verið ánægð með hversu miklum skaða Harry væri að valda. 

Ber hún þættina saman við The Crown. Höfundur þeirra var gagnrýndur fyrir að taka sér skáldaleyfi þegar hann skrifaði þættina um bresku konungsfjölskylduna. Gagnrýnir hún tímasetninguna og einnig að Harry og Meghan hafi gefið út fyrstu stikluna þegar Vilhjálmur og Katrín voru í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson