Johnny Rotten í undankeppni Eurovision

John Lydon á tónleikum með Public Image Ltd árið 2013.
John Lydon á tónleikum með Public Image Ltd árið 2013. Ljósmynd/Wikipedia.org

John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten, tekur þátt í undankeppni Eurovision á Írlandi sem verður haldin 3. febrúar.

Lyon keppir undir merkjum hljómsveitar sinnar Public Image Ltd sem var stofnuð árið 1978 eftir að pönksveitin Sex Pistols lagði upp laupana.

Lagið sem hann sendi í keppnina er ballaðan Hawaii, sem er tileinkuð þýskri eiginkonu hans, Nora Forster, sem hann kvæntist árið 1979. Hún er 14 árum eldri en hann og glímir við alzheimer-sjúkdóminn, að því er The Irish Times greindi frá.

„Það er tileinkað öllum sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma í lífinu með manneskjunni sem er þeim kærust,“ sagði Lydon um lagið. „Það felur einnig í sér skilaboð um von sem snúast um að ástin sigrar allt á endanum.“

Lydon tengist Írlandi sterkum böndum því foreldrar hans, John Christopher og Eileen Lydia, voru bæði írsk.

Sigurvegarinn í írsku undankeppninni tekur þátt í lokakeppni Eurovison í ensku borginni Liverpool í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson