„Eins og litlu jólin hjá Eurovision-aðdáendum“

Ísak Pálmason, Loreen á sviði í Melodifestivalen
Ísak Pálmason, Loreen á sviði í Melodifestivalen Ljósmynd/Samsett mynd

Ísak Pálmason, formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) er kominn til Svíþjóðar og verður viðstaddur þegar Svíar velja sér sinn fulltrúa í Eurovision í maí. Er þetta í annað skiptið sem Ísak fer á Melodifestivalen, en hann fór einnig árið 2018. Ísak gerði þó heiðarlega tilraun til þess að fara á norsku undankeppnina, Melodi Grand Prix, árið 2020 en örlögin höguðu því þannig að rauð veðurviðvörun var á Keflavíkurflugvelli daginn sem hann átti að fljúga út. Gerði það að verkum að fluginu hans var aflýst og þurfti hann því á síðustu stundu að hætta við þá ferð.

„Ég á nokkra vini sem fara á hverju ári á Melodifestivalen og ég ákvað að slást með í för í þetta skiptið. Er ég því kominn til Svíþjóðar og ætla að njóta alls hins besta sem Stokkhólmur hefur upp á að bjóða.“

Upphafið að Eurovision-aðventunni

Ísak segir að Melodifestivalen sé í raun eins og litlu jólin fyrir Eurovision-aðdáendur. Keppnin sé með síðustu undankeppnunum áður en lokað verður fyrir innsendingu laga í Eurovision. Við taki svokallað fyrirpartí-tímabil, þar sem Eurovision-stjörnur troða upp víðsvegar um Evrópu. Kalla aðdáendur þetta tímabil oft Eurovision-aðventuna, enda sé Eurovision eins og jólin fyrir þeim.

„Í þeim partíum fá aðdáendur að heyra og sjá það sem verður í boði í Liverpool ásamt því að fá tækifæri á því að komast nær flytjendunum en á Eurovision-keppninni sjálfri. “

Þótt Melodifestivalen hafi lengi verið ein af vinsælustu undankeppnum fyrir Eurovision í gegnum árin segir Ísak að keppnin í ár sé ekki sú besta í sögunni. 

„Í kreðsunni í kringum mig eru aðdáendur sem fylgjast með forkeppnunum á því að Söngvakeppnin hafi verið betra sjónvarp en Melodifestivalen er búin að vera í ár. Að mínu mati eru eingöngu tvö lög sem standa upp úr. Hin lögin eru frekar óeftirminnileg og ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.“

Ekki viss um afgerandi sigur Loreen

Samkvæmt veðbönkum er það næsta víst að Loreen fari með sigur á hólmi þar sem hún er með stuðulinn 1.05 og 80% vinningslíkur. Ísak er þó ekki jafn sannfærður um sigur hennar. Telur hann jafnvel að norsku tvíburarnir Markus og Martinus, sem veðbankar spá öðru sæti, geti náð sigri.

„Svíar hafa ekki alltaf verið hliðhollir fyrrum sigurvegurum í Melodifestivalen. Ég er því ekki alveg að kaupa það að það verði svona miklir yfirburðir. Ég er þó alveg tilbúinn til þess að éta hattinn minn því lagið hennar er geggjað.“

Loreen eftir sigur sinn í Eurovision 2012
Loreen eftir sigur sinn í Eurovision 2012 AFP/VANO SHLAMOV


Mikil stemmning í Stokkhólmi

„Það má alveg sjá á götum borgarinnar að hingað eru komnir aðdáendur til þess að horfa á keppnina. Ég held að það verði 30 þúsund manns í salnum, sem er rúmlega þrefalt, ef ekki fjórfalt, fleiri en verða í salnum á úrslitum Eurovision í Liverpool.“

Melodifestivalen er mikil fjölskylduskemmtun í Svíþjóð og nokkuð víst er að margar fjölskyldur verða í salnum. Ísak á von á því að sjá fjöldann allan af fólki með hvatningarspjöld og jafnvel uppáklæddir glimmerbúningum á leið sinni upp í Friends Arena, þar sem keppnin er haldin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson