Beið í 70 ár: 94 ára á hátindi ferilsins

Bandaríski leikarinn James Hong beið lengi eftir boði á Óskarsverðlaunin.
Bandaríski leikarinn James Hong beið lengi eftir boði á Óskarsverðlaunin. AFP/ANGELA WEISS

Leikarinn James Hong hefur verið í 70 ár í bransanum en mætti í fyrsta skipti á Óskarsverðlaunin á sunnudaginn 94 ára gamall. Hong vonast til þess að fá að mæta aftur á hátíðina. 

Hong leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once en kvikmyndin var sigurvegari hátíðarinnar. Hong var himinlifandi með að vera á hátíðinni. „Hér er ég eftir 70 ár. Ég er hér,“ sagði Hong að því fram kemur á vef People. Tók hann skýrt fram að hann væri á tíræðisaldri. 

Leikararnir James Hong og Jamie Lee Curtis.
Leikararnir James Hong og Jamie Lee Curtis. AFP/VALERIE MACON

Hong byrjaði að leika upp úr 1950. „Þetta sýnir að ef þú bíður nógu lengi þá slærðu í gegn,“ sagði Hong. „Ég er mjög ánægður með að móðir mín gaf mér þessar beisku jurtir. Það gerði það að verkum að ég er orðinn 94 ára og eins mánaða – ég tel hvern einasta mánuð núna. Þessi kvikmynd, Everything Everywhere All At Once, veitti mér tækifæri til að vera hér í dag.“

Leikarinn vonast til þess að fá að mæta aftur á Óskarinn. Hann segir að það þurfi að búa yfir þrautseigju til að bíða eftir stóra tækifærinu allt sitt líf. „Og eftir mínar 500 myndir og sjónvarpsþætti, er ég hér. Ég vonast til að vera hér á næsta ári og árið þar á eftir,“ sagði hann. „Þegar ég verð 100 ára kem ég aftur og heilsa öllum,“ sagði hann að lokum.

James Hong var hress á Óskarnum.
James Hong var hress á Óskarnum. AFP/EMMA MCINTYRE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Torill Thorup
3
Kathryn Hughes
4
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Torill Thorup
3
Kathryn Hughes
4
Carla Kovach