Aflýsir tónleikum vegna raddmeiðsla

Sam Smith þurfti að aflýsa tónleikum sínum til að koma …
Sam Smith þurfti að aflýsa tónleikum sínum til að koma í veg fyrir að missa röddina til frambúðar. AFP/Isabel Infantes

Söngvarinn Sam Smith hefur þurft að aflýsa tónleikum sínum í Glasgow og Birmingham vegna raddmeiðsla. Fyrr í vikunni þurfti hán að stöðva tónleika sína í Manchester eftir aðeins fjögur lög af sömu ástæðu.

Talsmaður Smith segir að hán sé miður sín yfir aðstæðunum en þurfi að fylgja fyrirmælum læknis síns, sem voru hvíld á raddböndunum í einhvern tíma. Að sögn læknis Smith gæti hán átt á hættu að missa röddina til frambúðar ef hán hvíli ekki röddina. Um leið og þeirri hvíld er lokið geti tónleikaferðalagið hafist á ný.

Ákveðnar verða nýja dagsetningar fyrir tónleika Smith í Manchester, Glasgow og Birmingham. Einnig hefur verið gefið út að öll þau sem áttu miða á þessa þrenna tónleika fái endurgreitt að fullu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir